Færsluflokkur: Dægurmál
11.3.2011 | 15:57
Bjánar eða bandíttar?
Eftir að hafa hlustað á viðtal við Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta í sjónvarpi í gærkvöldi er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en hann hafi álitð Björgvin Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson þáverandi formann Fjármálaeftirlitsins, Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og nokkra íslenska embættismenn aðra sem komu til fundar við hann í byrjun september 2008 annað hvort bjána eða bandítta. Annað hvort hafi þeir ekki gert sér grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem var komin upp, sem allir áttu þó að geta séð eða að þeir hafi verið staðráðnir í því að hafa rangt við, - verið óheiðarlegir.
Í stað þess að setjast niður til þess að ræða af heiðarleika hvernig hægt væri að leysa þá alvarlegu stöðu sem upp var komin eins og háttur væri siðaðra manna hafi íslenska sendinefndin ekki haft neitt til málanna að leggja nema kvartanir yfir ósanngirni breska fjármálaeftirlitsins. Vanhæfni þessara manna eða óheiðarleiki hafi leitt það af sér að ekki hafi verið um eðlileg samskipti að ræða vegna bankahrunsins eins og það hefði getað orðið. Þannig hefði mátt afstýra mklu tjóni.
Í þessum orðum Darling liggja mjög alvarlegar ásakanir sem nauðsynlegt er að íslenska sendinefndin geri athugasemdir við. Ef þeim verður ekki svarð með viðunandi hætti er alveg ljóst að taka verður uppbyggingu og vinnubrögðin í íslensku stjórnsýslunni algjörlega til endurskoðunar. Þeir sem hér koma að máli ættu þá heldur ekkert erindi lengur í opinberri þjónustu.
Athugasemdir Darling við vinnubrögð Árna Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra eru einnig mjög alvarleg. Hann segir fullum fetum að fullorðið fólk viðhafi ekki vinnubrögð eins og þau að birta viðtöl eins og hann hafi átt í síma við Darling nema gera grein fyrir því fyrirfram að slíkt kynni að vera gert. Lágmarkið hafi verið að birta am.k. þá allt viðtalið en ekki valda kafla.
Þjóðin skaðast ómælt af vinnubrögðum eins og hér hafa verið viðhöfð að sögn Darling. Vonandi er frásögn hans lituð af því að hann vill verja mistök sem Bretar og hann gerðu sjálfir í þessu máli eins og t.d. að setja hryðjuverkalög á Ísland og stöðva öll viðskipti við íslenska aðila og baka okkur þar með ómælt tjón. Ef frásögn han er sannleikanum samkvæm skýrir það kannski hvers vegna Ísland höfðaði ekki skaðabótamál á bresk stjórnvöld af því tilefni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.2.2011 | 13:24
Þá féllu „stjórnlagaþingmenn“ á prófinu
Nú þegar það hefur verið fullreynt að Hæstiréttur hefur ógilt kosninguna til stjórnlagaþings er ljóst að enginn hefur verið kosinn til setu á þinginu. Kjörbréf þeirra 25 manna, sem voru taldir hafa náð kosningu áður en Hæstaréttur úrskurðaði kosninguna ógilda, eru því ógild. Allir 521 sem buðu sig fram til kjörs á stjórnlagaþingi hafa því sömu stöðu. Þeir hafa allir lýst yfir vilja sínum til þess að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar en val um það hverjir þeirra skyldu annast verkið hefur ekki farið fram þannig að mark væri á því takandi.
Langfelstir þeirra sem buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi voru sammála um að skerpa þyrfti á þrígreiningu ríkisvaldsins, þ.e. að auka og treysta sjálfstæði löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Flestir voru sammála um það að ógæfa Íslands stafaði m.a. af lélegri stjórnsýslu sem m.a. ætti rót sína að rekja til skorts á aðgreiningu valdaþátta ríkisins.
Kosningin til stjórnlagaþingsins var eitt allsherjar klúður, bæði hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmd. Um það hljóta allir að vera sammála. Stjórnsýslan féll enn einu sinni á prófinu. Þó að málið sé vont gæti það enn versnað ef einhverjum skyldi detta það til hugar að skipa þá 25 menn,sem höfðu fengið ógild kjörbréf. Þá væri áfram unnið í þeim anda að aðgreining valdaþátta samfélagsins væri aðeins til málamynda.
Ef Alþingi dettur til hugar að skipa þessa 25 í einhvers konar stjórnlaganefnd er augljóslega verið að hafa úrskurð Hæstarétt að engu. Þá er Alþingi að taka yfir dómsvaldið. Ef einhverjum þessara 25 manna dytti til hugar að taka sæti í slíkri nefnd hafa þeir fallið á prófinu og hafa sannað að þeir eiga ekkert erindi til að endurskoða stjórnarskránna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2011 | 13:00
Úr öskunni í vítiseldinn
Það er dapurlegt að fylgjast með fögnuði í íslenskum fjölmiðlum yfir því sem er að gerast í Egyptalandi og nálægum Arabalöndum. Þessir fögnuður minnir á fögnuð vegna byltingarinnar í Íran 1979 þegar Íranir fóru úr kólnandi öskunni í vítiseldinn og heimurinn færðist ískyggilega nærri næstu alheimsstyrjöld.
Lang líklegast er að þróunin í Egyptalandi og nálægum ríkjum verði á svipuðum nótum og að klerkaveldið muni ná yfirhöndinni í Egyptalandi í gegnum Múslímska bræðralagið, sem var stofnað 1928 og hefur sett sér það markmið að ná heiminum undir Islam og Sharíalög eins og klerkastjórnin í Iran hefur gert. Fjöldi samtaka hafa sprottið út úr Múslímska bræðralaginu eins og Hamas, Hezbollah og Al Kaeda. Þessir aðilar hafa ítrekað lýst yfir stríði gegn Vesturlöndum og þar með talið okkur. Þeir telja sér öll meðöl leyfileg,- lygar, blekkingar og blóðsúthellingar. Markmiðið núna er fyrst og fremst að eyðileggja Vesturlönd innan frá og í því skyni teygja þeir arma sína um öll Vesturlönd og m.a. hingað.
Enginn þarf að efast um að Mubarak var einræðisherra í skjóli hersins. Raunverulegt lýðræði er ekki til í þessum löndum og er andstætt eðli Islam og Sharíalögum. Það er því ekkert annað í kortunum en einræði eða harðstjórn af einhverju tagi. Byltingar í þessum löndum færa þeim aðeins annan harðstjóra. Mubarak var slíkur maður en hann hélt frið við nágranna sína í Israel og hann hélt ofstækisöflum eins og Múslímskra bræðralaginu í skefjum.
Ofstækishrópin á götum Kairó ganga meðal út á það að stofna alheims kalífat, allsherjarríki Islam og eru hugmyndir af sama toga og alheimsríki öreiganna og þúsund ára ríki nasista þ.e. hryllingsdraumar kommúnista og nasista á síðustu öld. Kallað er eftir frelsi Palestínu og eyðingu Israel. Undir slík hróp taka vinstri menn á Vesturlöndum. Þeir ættu þó að muna að klerkastjórnin í Íran tók af lífi flesta þá vinstri menn sem stóðu með þeim að byltingunni í Íran.
Þegar kyndillinn er svona hættulega nálægt púðurtunnunni er mikið í húfi að vestrænir leigtogar séu starfi sínu vaxnir. Fyrsta skilyrðið er að þekkja óvin sinn. Sennilega er að renna upp ljós fyrir sumum leigtogum Evrópuríkja þó að enn sé verið að lögsækja einstaklinga í Evrópu fyrir það eitt að segja sannleikann um eðli Islam. Merkel, Sarkozy og Cameron, leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa öll lýst því yfir að fjölmenningarstefnan hafi mistekst vegna eðli Islam.
Í Hvíta húsinu situr hins vegar maður sem er hættulegur fyrir þróun heimsmála á næstunni. Frank Gaffney, fyrrum aðstoðar varnarmálaráðherra í stjórnartíð Reagans, telur að að helstu ráðgjafar Obama í málefnum Miðausturlanda tengist Múslímska bræðralaginu,- þ.e. að helstu óvnir Vesturlanda stýri stefnu bandaríska forsetans í þessum málum. Fjöldi málsmetandi manna eru á sömu skoðun.
Um leið og við eigum að hafa áhyggjur af okkar eigin öryggi eigum við einnig að hafa samúð með þjáningu hundruð milljóna múslíma sem þjást vegna ofstækis Islam og vegna skorts á mannréttindum í íslömskum löndum. Það er í þágu mannúðar og framtíðar öryggis heimsins að stuðla að aukum raunverulegum mannréttindum í þessum löndum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 13:29
Úr öskunni í vítiseldinn
Það er dapurlegt að fylgjast með fögnuði í íslenskum fjölmiðlum yfir því sem er að gerast í Egyptalandi og nálægum Arabalöndum. Þessir fögnuður minnir á fögnuð vegna byltingarinnar í Íran 1979 þegar Íranir fóru úr kólnandi öskunni í vítiseldinn og heimurinn færðist ískyggilega nærri næstu alheimsstyrjöld.
Lang líklegast er að þróunin í Egyptalandi og nálægum ríkjum verði á svipuðum nótum og að klerkaveldið muni ná yfirhöndinni í Egyptalandi í gegnum Múslímska bræðralagið, sem var stofnað 1928 og hefur sett sér það markmið að ná heiminum undir Islam og Sharíalög eins og klerkastjórnin í Iran hefur gert. Þessir aðilar hafa ítrekað lýst yfir stríði gegn Vesturlöndum og þar með talið okkur. Þeir telja sér öll meðöl leyfileg,- lygar, blekkingar og blóðsúthellingar. Markmiðið núna er fyrst og fremst að eyðileggja Vesturlönd innan frá og í því skyni teygja þeir arma sína um öll Vesturlönd og m.a. hingað.
Enginn þarf að efast um að Mubarak var einræðisherra í skjóli hersins. Raunverulegt lýðræði er ekki til í þessum löndum og er andstætt eðli Islam og Sharíalögum. Það er því ekkert annað í kortunum en einræði eða harðstjórn af einhverju tagi. Byltingar í þessum löndum færa þeim aðeins annan harðstjóra. Mubarak var slíkur maður en hann hélt frið við nágranna sína í Israel og hann hélt ofstækisöflum eins og Múslímskra bræðralaginu í skefjum.
Ofstækishrópin á götum Kairó ganga meðal út á það að stofna alheims kalífat, allsherjarríki Islam og eru hugmyndir af sama toga og alheimsríki öreiganna og þúsund ára ríki nasista þ.e. hryllingsdraumar kommúnista og nasista á síðustu öld. Kallað er eftir frelsi Palestínu og eyðingu Israel. Undir slík hróp taka vinstri menn á Vesturlöndum. Þeir ættu þó að muna að klerkastjórnin í Íran tók af lífi flesta þá vinstri menn sem stóðu með þeim að byltingunni í Íran.
Þegar kyndillinn er svona hættulega nálægt púðurtunnunni er mikið í húfi að vestrænir leigtogar séu starfi sínu vaxnir. Fyrsta skilyrðið er að þekkja óvin sinn. Sennilega er að renna upp ljós fyrir sumum leigtogum Evrópuríkja þó að enn sé verið að lögsækja einstaklinga í Evrópu fyrir það eitt að segja sannleikann um eðli Islam. Merkel, Sarkozy og Cammeron, leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa öll lýst því yfir að fjölmenningarstefnan hafi mistekst vegna eðli Islam.
Í Hvíta húsinu situr hins vegar maður sem er hættulegur fyrir þróun heimsmála á næstunni. Frank Gaffney, fyrrum aðstoðar varnarmálaráðherra í stjórnartíð Reagans, telur að að helstu ráðgjafar Obama í málefnum Miðausturlanda tengist Múslímska bræðralaginu,- þ.e. að helstu óvnir Vesturlanda stýri stefnu bandaríska forsetans í þessum málum. Fjöldi málsmetandi manna eru á sömu skoðun.
Um leið og við eigum að hafa áhyggjur af okkar eigin öryggi eigum við einnig að hafa samúð með þjáningu hundruð milljóna múslíma sem þjást vegna ofstækis Islam og vegna skorts á mannréttindum í íslömskum löndum. Það er í þágu mannúðar og framtíðar öryggis heimsins að stuðla að aukum raunverulegum mannréttindum í þessum löndum.
Dægurmál | Breytt 13.2.2011 kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2010 | 22:47
Ég þakka stuðninginn.
Ágætu kjósendur. Ég þakka ykkur sem kusuð mig fyrir stuðninginn. Ég vonast til að ná kjöri en það kemur síðar í ljós hvernig gekk.
Nái ég ekki kjöri verð ég að kenna sjálfum mér um að hafa ekki hafið kosningabaráttu af neinu ráði fyrr en nokkrum dögum fyrir kosningar og háð hana án þess að leggja nema nokkra tugi þúsunda í baráttuna þegar allt er talið.
Þau mál sem ég berst fyrir, barátta fyrir beinna lýðræði, auðlindum í almannaþágu og aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds eru mikilvæg og ég mun halda áfram baráttunni fyrir þeim málum hvernig sem fer.
Þessir þrír dagar sem ég eyddi í kosningabaráttuna voru skemmtilegir og ég verð að naga mig í handarbökin yfir því að hafa ekki rekið kosningabaráttuna af meira krafti en ég gerði nái ég ekki kjöri. Málefnin sem ég berst fyrir eiga greinilega mikinn hljómgrunn og hefði þeim verið komið til skila af mér, efast ég ekki um hver niðurstaðan hefði orðið.
Ég þakka þeim sem studdu mig og kusu og vona að störf Stjórnlagaþingsins verði til farsældar fyrir þjóðina.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.11.2010 | 11:52
8276 Valdið til fólksins
Kjósum með lýðræði- höfnum flokksræði. Ég berst fyrir því að 10% kjósenda geti krafist bindandi þjóðaratkvæðagreiðslna með svipuðum hætti og er í Sviss. Í Sviss hefur þjóðin getað beitt valdi sínu með þjóðaratkvæðagreiðslum í meir en hundrað ár.
Þegar það er metið hvort fólki hafði rétt fyrir sér eða stjórnmálamennirnir skoðað í baksýnisspeglinum þá kemur í ljós að þjóðin hafði alltaf rétt fyrir sér.
Veljum alvöru lýðræði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2010 | 23:56
8276 Kjósum ábyrgð
Ég berst m.a. fyrir þeim breytingum á stjórnarskrá, að Forseti verði kosinn sérstaklega og hafi svipuð völd og forseti Bandaríkjanna og Frakklands. Hann yrði þá ábyrgur fyrir því sem gert væri og ekki gert. Forseti mundi velja ráðherra og þá yrðu ráðherrar valdir út frá þekkingu og hæfileikum, sem væri grundvallarbreyting frá því sem við búum við í dag.
Aðskilja verður betur löggjafar- og framkvæmdavald.
Kjósum ábyrgð. Höfnum stjórnmálalegri upplausn.
Dægurmál | Breytt 27.11.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 23:34
8276 Kjósum gegn kvóta
Mikill meiri hluti þjóðarinnar hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni í skoðanakönnunum að það sé á móti gjafakvótakerfinu.
Þegar kosið verður til Stjórnlagaþings skiptir máli að raddir þeirra sem vilja að auðlindir þjóðarinnar verði nýttar í þágu fólksins í landinu heyrist þannig að eftir verði tekið og stjórnarskránni breytt með þeim hætti að Við Fólkið - Við Þjóðin fáum ævarandi eignarrétt yfir sameiginlegum auðlindum.
Ég óska eftir þínum stuðningi til þess að berjast á vettvangi Stjórnlagaþingsins fyrir réttlátri skiptingu arðsins af þjóðarauðlindunum þannig að allir borgarar í landinu njóti hans að jöfnu. Ég hef á undanförnum árum lagt mikið í sölurnar til að berjast gegn því óréttlæti sem gjafakvótakerfið er. Ef við eigum samleið þá bið ég um þinn stuðning í kosningunum á laugardaginn.
Númer mitt er 8276
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2010 | 18:53
Alviturt og algott yfirvald er ekki til
Hrunið á að hafa kennt þjóðinni að alviturt yfirvald, sem gætir með velvild og umhyggju örgyggis og velferðar þjóðarinnar, er ekki til. Hrunskýrslan gerir okkur hins vegar alveg ljóst, sem margir þóttust raunar vita áður, að stjórnsýslan er öll á ótrúlega lágu plani. Hér er enginn í hlutverki hins alvitra föður sem allt sér, allt veit og gætir að hagsmunum þjóðarinnar nótt og nýtan dag. Stjórnvöld eru skipuð misvitrum mönnum sem margir hafa reynst illa vandanum vaxnir.
Þjóðin verður sjálf að vera í þessu hlutverki. Hún verður að tryggja að hún hafi aðgang að öllum upplýsingum sem hana varðar. Laumuspil er yfirleitt til þess eins að misfara með hagsmuni þjóðarinnar til hagsbóta fyrir sérhagsmuni. Auðvitað geta verið upplýsingar sem varða persónulega hagi fólks og sérstakar aðstæður á hættustund. Almenna reglan á að vera sú að allar upplýsingar á vegum hins opinbera eiga að vera aðgengilegar öllum.
Í starfi mínu sem blaðamaður kynntist ég því hve embættismenn ýmsir höfðu ríka tilhneigingu til þess að reyna að leyna upplýsingum sem vörðuðu almenning. Stundum var þetta leynimakk hlægilegt og bjánalegt en stundum var það alvarlegt og varðaði hag almennings.
Hins vegar kom það fyrir að upplýsingar, sem eðli sínu samkvæmt áttu að fara leynt, láku til vildarvina. Þannig er mér minnisstætt að árin, sem verðbólgan var hve trylltust, vissi ég stundum um gengislækkun með góðum fyrirvara og með nákvæmi upp á aukastafi. Þegar slíkar upplýsingar voru látnar leka út til vildarvina var verið að gefa þeim tækifæri til gengisgróða sem aðrir höfðu ekki.
Við eigum fulla kröfu til þess að fá að vita allt sem ríkisstjórn og ráðuneyti aðhafast nema í algjörum undantekningartilvikum. Ráðherrar og starfsfólk ráðuneytanna eru í þjónustu þjóðarinnar. Þeir eru þjónar þjóðarinnar en ekki herrar.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 10:16
Kvótakerfið er tilræði við þjóðina
Mikil er ágæfa okkur Íslendinga um þessar mundir að ekki hefur tekist að ná fram vitrænni niðurstöðu um fiskveiðistjórnunina. Fjöldi Íslendinga veit og hefur haldið því fram um árafjöld að kvótakerfið er að ræna þjóðinni feiknalegum verðmætum á hverju ári og dæma okkur til miklu verri lífskjara en við gætum haft.
Í dansinum tryllta í kringum gullkálfinn sem stiginn var hér fram að hruni var búið að sannfæra þjóðina um að hlutskipti hennar væri ekki að lifa af sjávarafla heldur af því að vera lang flottasta þjóð heims í bankaumsvifum og viðskiptafléttum um veröldina víða. Þegar aðrir sætu hræddir og bældir frammi fyrir tækifærunum væri okkur gefin sú náðargáfa að ganga ákveðin og djörf til stórra ákvarðana. Það blundaði Alexander mikli í hverjum Íslendingi.
Þrátt fyrir ónotalega lendingu úr háloftaferðum heimsviðskiptana hefur ekki ennþá fengist að ná fram vitrænni umræðu um undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Sjávarauðlindin er og hefur alltaf verið ein helsta forsendan fyrir því að lífvænlegt er í landinu. Ekkert skiptir meira máli en að auðlindin sé nýtt af skynsemi.
Samt fást menn ekki almennt til þess að horfast í augu við það að kvótakerfið, alveg óháð því hvernig veiðiheimildum er úthlutað, er að hafa af þjóðinni feiknalegar tekjur og hefur gert undanfarna áratugi.
Landað veiðimagn af þorski, sem er lang verðmætasta fisktegundin, er aðeins einn þriðji hluti þess sem það var áratugum saman fyrir daga kvótakerfisins. Það er öldungis ljóst að samdrátturinn í lönduðum afla er bein afleiðing kvótakerfisins. Allir sjómenn vita og sumir fiskifræðingar viðurkenna að þorskmagnið í sjónum er ekkert minna en það var. Feiknalegu magni er hent í sjóinn aftur vegna þess að þeir sem fá þorskinn óvart sem meðafla hafa ekki kvóta fyrir honum. Á sama tíma og fiskútflytjendur kvarta undan því að verðmætir saltfiskmarkaðir okkur séu að glatast í hendur Norðmanna hitti ég sjómenn sem segja mér frá brottkasti þorsks.
Höfum við efni á því lengur að fara svona með tækifærin. Ég held því fram að með því einu saman að nýta fiskmiðin af skynsemi gætu við snúið efnahagi landsins aftur til betri vegar. Eðlilegur þorskafli sem væri 4-500 þúsund tonn af ári myndi auka þjóðartekjurnar um tugi prósenta. Við myndum sigla upp úr öldudalnum á 3-4 árum. Sjávarbyggðin allt umhverfis landið myndi lifna við allri þjóðinni til blessunar.
Það er tilræði við framtíð þjóðarinnar að halda í kvótakerfið. Kvótastýring á fiskimiðum er ófær leið. Gjafakvótakerfið stríðir gegn stjórnarskrá landsins og mannréttindayfirlýsingu SÞ. Gjafakvótakerfið er smánarblettur á Íslendingum. Þennan blett verðum við og getum máð af okkur.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir